mánudagur, september 29, 2008

Annasamur dagur.....

Það er margt hægt að gera sér til dundurs.....
til dæmis klæða sig í grímubúninga....

Get verið kúreki

Sælar dömur


Hádý

Get líka verið hræðilegur sjóræningi....

har har har!!!

Svo þarf líka að borða eitthvað....

svona er best að elda gorma

og eftir langan og annasaman dag er gott að kúra

og hafa það soldið kósý

föstudagur, september 26, 2008

Enn einn dagurinn

Nú er merkistími hjá Húnboga. Hann er búinn að vera janlengi til inn í mér og utan.
Vá, hvað maður getur átt marga merkisdaga á fyrsta árinu.

Fórum í ungbarnasund í gær, það gekk nú ekki betur en svo að ég ákvað að fara bara upp úr án þess að geta gert neitt. Húnbogi tók upp á því að væla, og var óhuggandi. Hélt að kannski væri tönn að koma en hef ekkert fundið. Það var samt eins og honum væri einhverstaðar illt. Tökum 2falt á því í næsta tíma.
Setti hann í bað í kvöld til að bæta honum þetta upp....honum finnst nefnilega svo ægilega gaman í sundi. Veit ekki hvor varð blautari, ég eða hann. Hann er búinn að uppgvöta buslið. Líka svo miklu skemmtilegra í baði þegar maður getur setið sjálfur. Vona að það komi ekki vatnsskemmdir á loftið í íbúðinni fyrir neðan.

Nú er maður bara einn heima með Húnboga næsta sólarhringinn. Helgi fór í veiðiferð með vini sínum. Ég búin að byrgja mig upp af nammi, snakki og gosi þannig að það verður lítið mál að lifa það af.

Í fyrradag fórum við í heimsókn til Siggu og Hrafnkels. Þar voru Hrafnkell og Húnbogi að æfa sig að vera bestu vinir. Hrafnkell ýtir við Húnboga þegar hann er að æfa sig að sitja og Húnbogi fær kúlu. Þannig virkar það nefnilega. Held að þetta hafi líka verið svona þegar ég og Sigga vorum að æfa okkur í þessu.

miðvikudagur, september 24, 2008

Búðarráp

Nú er gaman að fara út í búð með Húnboga....
Maður er eitthvað svo montinn með að hafa hann í kerrusætinu, ekkert smábarnakerra lengur sko.
Fór í Fjarðarkaup í dag að montast og á kassanum er gömul kona að raða í pokann sinn og fannst hann agalega spennandi. Sömuleiðis fannst Húnboga hún afskaplega áhugaverð. Þau töluðu saman í smástund og svo spurði hún hvað hann væri gamall. 8 mánaða segir maður náttúrulega og hvað segir hún þá ekki.......
"Nú! Er hann svona fullorðinn."
Vá... Maður verður bara að fara að huga að fermingu. Svo sagði hún að í gamla gamla daga(á hennar ungu árum) hefðu börn á þessum aldri átt erfitt með að halda haus..... ég veit ekki hvað til er í því...mér finnst Húnbogi frekar seinn. Sagði henni ekkert frá 7 mánaða stelpunni sem er með Húnboga í sundi og byrjaði að skríða 6 mánaða.

Hann getur líka setið á gólfinu núna og leikið sér. Kann reyndar ekki alveg að fara aftur á magann nema skella hausnum.....búinn að græða eina kúlu. En þannig var það nú líka þegar hann var að byrja að velta sér yfir á bakið. Maður hléður bara púðum og hefur mjúka dótið uppi við svona rétt á meðan hann er að æfa sig.

Á morgunn mun Húnbogi fá alvöru hafragraut í morgunn mat. Ekkert barnagrautarsull. Hann getur líka borðað brauð með smjöri og kæfu. Og honum finnst hreinn sítrónusafi og slátur gott.

Jú. Hann er að verða pínu fullorðinn...................

laugardagur, september 20, 2008

1960

Ég er LOKSINS búin að fá nýja tölvu. Það kom að því að hin fyllti mælinn. Gamla druslan.
Nú er ég bara búin að hanga í leikjum og á netinu síðasta sólahringinn.

Húnbogi varð líklega veikur af sprautunni sem hann fekk í afmælisgjöf. Fekk hita og var alveg ómöglegur í sólarhring. Vildi bara láta halda á sér og kúra þannig að magapokinn kom sér mjög vel. Gaf honum parasup og þá leið honum betur og gat loksins sofnað.

Fann þessa hræðilegu síðu á netinu. Hún heitir yearbookyourself.com. Ef þið hafið ekkert að gera er doldið gaman að hlæja að þessu.


Flott par huh..... Ekki viss um að neinn Húnbogi hefði orðið til á þessum tíma.......

miðvikudagur, september 17, 2008

8 mánaða

Húnbogi er 8 mánaða í dag, allar kökur vel þegnar.

í afmælisgjöf fekk hann sprautu gegn meningókokkum C.
Við fórum semsagt í skoðun í morgunn. Hann er orðin 71,8 cm og 7,675 kg. Heldur sinni kúrfu alveg. Hjúkkunni finnst hann flottastur og ég er VISS um að hún segi þetta sko ekki við öll hin börninn........

Nú er ekkert letilíf lengur hjá mér. Ekki lengur hægt að sitja í sófa og sauma í friði þegar Húnbogi vakir. Þarf að hoppa og skoppa á eftir honum og passa að hann fari sér ekki að voða. Nú er enginn afsökun lengur, verð að fara og kaupa öryggisdóterí. Límbandið heldur ekki lengur. Skrítið hvað litríkasta og flottasta svæðið (leiksvæðið hans) í íbúðinni er ekkert spennandi lengur. Hann er orðinn ansi snöggur í förum, dregur sig áfram á höndunum og er aðeins byrjaður að reyna að nota fæturnar með. Nú á sko að rannsaka hvern krók og kima. Sá það í gær hvað gólfið er skítugt. Hann var nefnilega í hvítum bol. Ermarnar og maginn frekar subbó eftir 1 dag.

Samanburður - Helgi/Húnbogi


Nýfæddir báðir tveir


Helgi/Húnbogi


Sami bali....annar strákur.


Hver kannast ekki við þessa handstöðu.
Vísa í myndbandið her við hliðina.....


Þú þekkir þá á hárinu.....

Samanburður - Hlín/Húnbogi


Nýfædd-13 daga/ Nýfæddur á svipuðum aldri


Elín að segja mér brandara/Húnbogi að borða tær.
Hvorutveggja alveg jafn skemmtilegt.


Hlín og Elín/ írena og Húnbogi


Ættarskeifan!



Nokkrar í viðbót

laugardagur, september 13, 2008

Labbi labb


Við fórum í dag og keyptum göngugrind handa Húnboga. Eina ástæðan fyrir því er að dvergurinn er svo skítugur. Þeir sem ekki vita þá er dvergur heitið á aðstöðuni þar sem víkingahandverk er unnið. Ég var ekki sátt við að þurfa að sitja heima með Húnboga meðan Helgi færi því ekki vil ég að Húnbogi skúri gólfið í dvergi með tungunni og fínu fötunum sínum. Göngugrind er fín lausn, ég og Helgi getum bæði sint handverki. Svo er líka svo þægilegt að taka hana með á heimili sem við förum í heimsókn til sem ekki eru barnheld.
Húnbogi var mjög sáttur við þetta fyrirkomulag og hlakkar örugglega til næsta laugardags. Planið er nefnilega að vera ekkert að nota þetta hérna heima og að óþörfu þar sem þetta verður að nota í hófi. Margar sögur um að börn verði hjólbeinótt eða veik í baki ef þetta er notað of mikið.

Eftir handverk fórum við í heimsókn til Þuru ömmu, Sigrún frænka var þar líka. Fengum mat að borða og Húnbogi fekk sinn kvóta af athygli fyrir næstu viku.

fimmtudagur, september 11, 2008

Ein ég sit og sauma.....


....inn í litlu húsi.

Myndin er ekki búin, ansi langt kommin samt.
Nú eru bara smáatriðin eftir. Gaman gaman.
Og þó að þetta klárist þá er næsta verkefni ákveðið og ég byrjuð á því. Kemur í ljós seinna hvað það er........

Þetta er svona fullorðins....


Ekki varð mikið úr öryggisinnkaupaferðinni minni vegna veikinda. Ég og Helgi veik og Húnbogi að jafna sig eftir kvef. Redda þessu með límbandi til að byrja með. Spurning hvað það endist lengi því sumir eru að verða svona fullorðins. Getur setið óstuddur....tja... allavega nógu lengi til að ég nái að smella af nokkrum myndum. Svo getur hann líka borðað seríós...alveg sjálfur. Hann á afmæli í dag, orðinn 34 vikna.

Við fórum í sund í dag. Alltaf jafn gaman þar. Hinir foreldrarnir eru vissir um að hann verði grínisti því hann hefur svo gaman af athyglinni. Hlær, skríkir og talar við alla. Reyndi líka að borða kennarann. Namminamm.

mánudagur, september 08, 2008

Landið kannað



Nú er Húnbogi kominn á fulla ferð. Þó að hann sé ekki búinn að læra að skríða þá eru aðrar ekki síður góðar aðferðir notaðar til að koma sér áfram. Hann veltir sér, mjakar og spyrnir. Og ekki vantar áhugan á umhverfinu þannig að hvatinn er til staðar til að nenna þessu veseni. Á morgunn ætla ég að fara og kaupa barnalæsingar og fleyra dótterí sem kemur í veg fyrir að littlir puttar klemmist í skúffum auk annarra meiðsla. Ekki vill ég að forvitninn drepi köttinn.

Veikindi búin að vera ríkjandi hér á þessu heimili síðustu vikur. Fyrst Húnbogi, svo ég og núHelgi. Háin 3, Hiti, hor og hausverkur. Allir sem vilja fá frí í vinnu og liggja undir sæng, horfa á dvd og snýta sér eru velkomnir í heimsókn. Allir sem vilja það ekki eru samt líka velkomnir.

sunnudagur, september 07, 2008

Ævintýrin enn gerast


Ekki var skrallið í gær alveg jafn stutt og ég hafði hugsað mér. Kom heim klukkan hálf 4.
Fór í keilu með Guddu og þeir í keiluhöllinni selja ekki leiki lengur heldur mínútur. Það fór þannig að í síðustu lotunni minni var lokað á leikinn og ég fekk ekki að klára....tíminn bara útrunninn takk fyrir. En það er allt í lagi. Ég vann samt!
Ég og Gudda lentum svo í margvíslegum ævintýrum á bæjarröltinu, mörg kynjatröll á ferðinni og margt hægt að gera sér til dundurs. Við dunduðum okkur þó mest við það að eiða péning á barnum. Það er nú ekki fyrir hvern sem er í þessu efnahagsástandi og sýnir bara hvað 2 gamlar kjérlingar geta verið hugrakar og hvað ævintýraþráin er sterk.

Háin 3 fóru í dag í heimsókn til Þuru ömmu upp á spítala og var þar mikil gleði, knús og gaman. Og bara svona í leiðinni var kíkt á mömmu á barnadeildinni. Þar fórum við framhjá vökudeildinni og ekki laust við að smá tilfinningar og endurminningar streymdu fram.

P.S Matur er góður

laugardagur, september 06, 2008

Verslaði byssu


Ég fór núna í vikunni og verslaði eins og eina haglabyssu eða svo, þannig að núna er hægt að taka Hlín og Húnboga að veiða.....kannski ekki Húnboga fyrr en eftir 15-18 ár en samt...
Ég fór með Gulla bróðir að prófa á nokkrum leirdúfum í dag, þannig að við vorum með 2 byssur með okkur. Annars vegar gömlu tvíhleypuna mína sem er þessi í vinstri hendinni hennar Hlínar á myndinni og svo nýja verkfærið sem er í hægri hendinni....svo er bara að fara og leyfa Hlín að prófa, svona á næstunni....einhvern tímann....kannski....vonandi...eitthvað.

föstudagur, september 05, 2008

Maður er ekki einn..HAR HAR


Ég gaf Helga leyfi til að segja eitthvað af viti líka undir sínu nafni. Spennó að sjá hvað kemur út úr því. Hann á það nefnilega til að hafa dáldið af því.
Húnbogi fær ekkert að segja, enda væri ekki mikið sem við hin myndum skilja (örugglega meira vit þar samt).

Annars er planið hjá mér að kíkja á smá skrall annað kvöld, sletta úr klaufunum, mála bæin rauðan og koma svo snemma heim. Það er nefnilega lítill harðstjóri sem býr hérna og vill fá sinn morgunsopa milli 5 og 6. Ef ég er heppinn verður það samt ekki fyrr en milli 6 og 7. En það er í lagi því svo tekur við pabbatími. Pabbatími er annað orð yfir mammafæraðsofaút.


Það kom að því!!!

Kominn tími á að prófa þetta.

Núna er líka svo góður tími til þess þar sem Helgi er farinn að vinna aftur eftir fæðingarorlofið og ég og Húnbogi ein heima að dunda okkur.

Ekki það að ég hafi ekki nóg að gera, ég er að sauma, föndra, vefa og þá sjaldan sem ég nenni því, taka til. Þess á milli þarf náttúrulega að sinna hinum mjög svo athyglissjúka hjartakóngi. Núna ætla ég að prófa þetta líka. Kjéllingin er svo klár!