Nú er gaman að fara út í búð með Húnboga....
Maður er eitthvað svo montinn með að hafa hann í kerrusætinu, ekkert smábarnakerra lengur sko.
Fór í Fjarðarkaup í dag að montast og á kassanum er gömul kona að raða í pokann sinn og fannst hann agalega spennandi. Sömuleiðis fannst Húnboga hún afskaplega áhugaverð. Þau töluðu saman í smástund og svo spurði hún hvað hann væri gamall. 8 mánaða segir maður náttúrulega og hvað segir hún þá ekki.......
"Nú! Er hann svona fullorðinn."
Vá... Maður verður bara að fara að huga að fermingu. Svo sagði hún að í gamla gamla daga(á hennar ungu árum) hefðu börn á þessum aldri átt erfitt með að halda haus..... ég veit ekki hvað til er í því...mér finnst Húnbogi frekar seinn. Sagði henni ekkert frá 7 mánaða stelpunni sem er með Húnboga í sundi og byrjaði að skríða 6 mánaða.
Hann getur líka setið á gólfinu núna og leikið sér. Kann reyndar ekki alveg að fara aftur á magann nema skella hausnum.....búinn að græða eina kúlu. En þannig var það nú líka þegar hann var að byrja að velta sér yfir á bakið. Maður hléður bara púðum og hefur mjúka dótið uppi við svona rétt á meðan hann er að æfa sig.
Á morgunn mun Húnbogi fá alvöru hafragraut í morgunn mat. Ekkert barnagrautarsull. Hann getur líka borðað brauð með smjöri og kæfu. Og honum finnst hreinn sítrónusafi og slátur gott.
Jú. Hann er að verða pínu fullorðinn...................