skrapp í morgunn í ljósmyndastúdíó með 7 öðrum vöskum og velkyttuðum víkingum.
Þar átti að ljósmynda alla í 3 mismunandi búningum og svo á að prenta út í fullri stærð á pappa og búa til víkingaþema í paintball. Maður var látinn öskra og sveifla sverðum, öxum, bogum eða hverju sem maður var vopnaður hverju sinni.
Tímakaupið var frekar hátt..... fekk 8000 kall í vasann fyir þetta hálftíma til klukkutíma job.
Svo bara skella sér í paint ball þegar þetta er alltsaman tilbúið og skoða herlegheitin. Ég meina....hlýtur að vera flott því ég verð þarna....á pappaspjaldi :)
laugardagur, mars 28, 2009
þriðjudagur, mars 24, 2009
Jubb jubb
Ég er klárlega að standa mig nokkuð vel.
Hef mætt 3. í ræktina og 1 sinni á rimmugýgaræfingu síðan á föstudaginn.
Það var samt nammidagur á sunnudag (Gudda heimtaði það) og drakk ég 2 glös af kók, smá ostapopp og pínu bland í poka. Ekkert miðað við hvernig ég hef oft fengið mér. Ekkert búinn að vera að fara á skyndibitastaði en nýjasta æðið er boozt. Fór 2 og fekk mér í kringlunni til að smakka og til að sjá hvernig það væri gert og nú geri ég þetta bara heima sjálf.
Boozt er skyr sem sett eru í allskonar ávextir að eigin vali og klaki. Svo er þetta sett í "blender" og maukað alveg hægri vinstir og svo drukkið með röri eins og sheik.
Mitt uppáhald er:
Vanilluskyr, banani, pera, frosinn jarðaber( þessu fersku eru svo dýr) og svo nottulega klaki. Nammi namm....var að enda við að fá mér.
Ætla næst að prófa skyr án bragðefna (hollara sko)..... og bæta í fullt af ávöxtum....
Svo finnst Húnsa þetta rosa gott líka.
Hef mætt 3. í ræktina og 1 sinni á rimmugýgaræfingu síðan á föstudaginn.
Það var samt nammidagur á sunnudag (Gudda heimtaði það) og drakk ég 2 glös af kók, smá ostapopp og pínu bland í poka. Ekkert miðað við hvernig ég hef oft fengið mér. Ekkert búinn að vera að fara á skyndibitastaði en nýjasta æðið er boozt. Fór 2 og fekk mér í kringlunni til að smakka og til að sjá hvernig það væri gert og nú geri ég þetta bara heima sjálf.
Boozt er skyr sem sett eru í allskonar ávextir að eigin vali og klaki. Svo er þetta sett í "blender" og maukað alveg hægri vinstir og svo drukkið með röri eins og sheik.
Mitt uppáhald er:
Vanilluskyr, banani, pera, frosinn jarðaber( þessu fersku eru svo dýr) og svo nottulega klaki. Nammi namm....var að enda við að fá mér.
Ætla næst að prófa skyr án bragðefna (hollara sko)..... og bæta í fullt af ávöxtum....
Svo finnst Húnsa þetta rosa gott líka.
sunnudagur, mars 22, 2009
Harkan 10

búinn að fjárfesta í árskorti í ræktina og nú skal sko tekið á því.
Er nebblilega búinn að þyngjast um 15 kíló síðan Húnbogi kom undir belti og takmarkið er að ná því af mér. Nú verður ekkert gos eða nammi á boðstólnum (ostapopp einu sinni í viku) og ferðalag í ræktina 6 sinnum í viku. Jubb jubb....nú þýðir ekki að vera með neina léti.
Takmarkið er hálft kíló á viku og verð ég því orðinn fín fyrir 30 afmælið mitt. Já....og svo á náttulega líka að byggja upp smá vöðvamassa
Já ...er þetta bara ekki málið......
miðvikudagur, mars 18, 2009
Obbosííí.......
Lenti í smá óhappi þegar ég var að fara úr mat og aftur í vinnu í hádeginu í dag.
Var eins og sést að keyra út af bílastæðinu heima og sé bíl koma og ætla eins og góðum ökumanni sæmir að stíga á bremsuna og bíða þar til bíllinn væri kominn fram hjá
.....en úps......
Keyrði bensíngjöfina í botn og reyndi að faðma aðkomandi bíl

Eins og sést tókst það nú bara nokkuð vel.....ynnileg faðmlög þarna í gangi.

Meiðslin skoðuð.......

Minns greynilega sterkur eins og stál og tilbúinn í annan slag.
Þetta er mitt fyrsta tjón og verð að segja að allir sem ætla sér einhvern tíman að prófa að lenda í svona löguðu að keyra á þessa yndislegu konu. Hún var rosalega almennileg og ekki vitund fúl út í mig. Sagði eftir að tjónaskýrsla hafði verið fyllt út, krókur komið og sótt sjúklinginn, já hann varð víst óökuhæfur því að dekkið skekktist, og búið að ganga frá öllu eins og til er ætlast.......að það hefði verið gaman að kynnast mér og kyssti mig rembingskoss.
Samt í alvöru...ekki neitt vera að keyra á hana.
Ekki urðu miklir áverkar á fólki. Ég skallaði stýrið, fekk kúlu og skrámu á mitt ennið og gat haldið til vinnu.....klukkutíma of sein úr matartímanum.
Var eins og sést að keyra út af bílastæðinu heima og sé bíl koma og ætla eins og góðum ökumanni sæmir að stíga á bremsuna og bíða þar til bíllinn væri kominn fram hjá
.....en úps......
Keyrði bensíngjöfina í botn og reyndi að faðma aðkomandi bíl

Eins og sést tókst það nú bara nokkuð vel.....ynnileg faðmlög þarna í gangi.

Meiðslin skoðuð.......

Minns greynilega sterkur eins og stál og tilbúinn í annan slag.
Þetta er mitt fyrsta tjón og verð að segja að allir sem ætla sér einhvern tíman að prófa að lenda í svona löguðu að keyra á þessa yndislegu konu. Hún var rosalega almennileg og ekki vitund fúl út í mig. Sagði eftir að tjónaskýrsla hafði verið fyllt út, krókur komið og sótt sjúklinginn, já hann varð víst óökuhæfur því að dekkið skekktist, og búið að ganga frá öllu eins og til er ætlast.......að það hefði verið gaman að kynnast mér og kyssti mig rembingskoss.
Samt í alvöru...ekki neitt vera að keyra á hana.
Ekki urðu miklir áverkar á fólki. Ég skallaði stýrið, fekk kúlu og skrámu á mitt ennið og gat haldið til vinnu.....klukkutíma of sein úr matartímanum.
þriðjudagur, mars 17, 2009
allur að braggast og 8 tönninn kominn
Eftir viku veikindi er Húnbogi nú orðinn hress og fer til Dagmömmu á morgunn. Helgi fór með hann til læknis í gærmorgunn vegna hósta sem var ógurlegaljótur, og af því að hann togaði alltaf í eyrun. Alltaf gott að vera viss ef eitthvað er að.
Niðurstaðan hjá lækninum var öndunarfærasýking. Gaf lyfseðil fyrir fúkkalyfjum.
Öndunarfærasýking= kvef!!!
Húnbogi var orðinn hitalaus og allt.....
Mömmu minni fannst þetta ekkert sniðugt og sagði okkur ekki að gefa lyfin. Hann væri að vinna á þessu sljálfur, orðinn hitalaus og farinn að borða og drekka. Segir að læknar afgreiði oft (ekki allir) sjúklingana svona......fúkkalyf.
Afhverju gat hann líka ekki bara sagt að þetta væri kvef. Ég bara sjitt....hann er með öndunarfærasýkinu....sem hljómar einhvernvegin 1000 fallt verra en bara kvef.
Og nú eru mamma og pabbi líka kominn með öndunarfærasýkingu......
8 tönnin kom upp um helgina. Ábyggilega ekki bætt á ástandið hjá aumingja Húnsapúnsa. Hann vildi bara kúra og kúra og kúra svo aðeins meira.
Niðurstaðan hjá lækninum var öndunarfærasýking. Gaf lyfseðil fyrir fúkkalyfjum.
Öndunarfærasýking= kvef!!!
Húnbogi var orðinn hitalaus og allt.....
Mömmu minni fannst þetta ekkert sniðugt og sagði okkur ekki að gefa lyfin. Hann væri að vinna á þessu sljálfur, orðinn hitalaus og farinn að borða og drekka. Segir að læknar afgreiði oft (ekki allir) sjúklingana svona......fúkkalyf.
Afhverju gat hann líka ekki bara sagt að þetta væri kvef. Ég bara sjitt....hann er með öndunarfærasýkinu....sem hljómar einhvernvegin 1000 fallt verra en bara kvef.
Og nú eru mamma og pabbi líka kominn með öndunarfærasýkingu......
8 tönnin kom upp um helgina. Ábyggilega ekki bætt á ástandið hjá aumingja Húnsapúnsa. Hann vildi bara kúra og kúra og kúra svo aðeins meira.
sunnudagur, mars 15, 2009
Unglingsárinn senn að baka....
Ég hef það gott. Á 8 mánuði eftir af unglingsárunum. Annað en hún Sigga sem situr nú á grafarbrúninni sökum ellikjérlingar. Orðin 30 ára og aðeins nokkur góð ár eftir. Iss Iss Iss Iss Iss.
Hún hélt upp á þau tímamót með pompi og prakt í gærkveldi og var boðið til útfararveislu með víkingaþema (og siggabest þema), kökum og drykjarveigum.
Veit ég um nokkra sem héldu þó að ekki væri um svo háan aldur að ræða, og urðu nokkuð hissa á að ekki væri verið að halda upp á 25 ára afmæli...sömuleiðis héldu þeir að ég væri á þeim aldri líka.
Hef ekkert nema gott um það að segja.

á góðri stund upp í Dverg......
Eftir gott partý í Dvergnum var farið í Reykjavíkursafarí og kíkt á villidýrinn. Ég komst að því að þau eru ekki bara villt heldur dónaleg lílka. Það er eins og þegar fólk er komið í glas þurfi það ekki að aðhafast þessar almennu umgangsreglur við annað fólk sem eru í gildi á öðurm tímum.
En hvað um það. Kom reynslunni ríkari heim og get hlegið að þessu. Og þar sem máltækið segir að hláturinn lengi lífið er ekki svo vitlaust að ætla að maður tóri kannski aðeins fram yfir 3tugt.
Hún hélt upp á þau tímamót með pompi og prakt í gærkveldi og var boðið til útfararveislu með víkingaþema (og siggabest þema), kökum og drykjarveigum.
Veit ég um nokkra sem héldu þó að ekki væri um svo háan aldur að ræða, og urðu nokkuð hissa á að ekki væri verið að halda upp á 25 ára afmæli...sömuleiðis héldu þeir að ég væri á þeim aldri líka.
Hef ekkert nema gott um það að segja.
á góðri stund upp í Dverg......
Eftir gott partý í Dvergnum var farið í Reykjavíkursafarí og kíkt á villidýrinn. Ég komst að því að þau eru ekki bara villt heldur dónaleg lílka. Það er eins og þegar fólk er komið í glas þurfi það ekki að aðhafast þessar almennu umgangsreglur við annað fólk sem eru í gildi á öðurm tímum.
En hvað um það. Kom reynslunni ríkari heim og get hlegið að þessu. Og þar sem máltækið segir að hláturinn lengi lífið er ekki svo vitlaust að ætla að maður tóri kannski aðeins fram yfir 3tugt.
fimmtudagur, mars 12, 2009
hiti og kvef
Mældi Húnsa með 40,1 stiga hita í dag. Gaf honum 120mg af parasupp og lækkaði heilmikið hitinn við það og ögn hressari. Er annars bara búinn að vilja kúra og lúlla og pínu kannski drekka. En aðalega kúra. Keypti líka einhverja saltvatnslaust til að losa um slím og ógeð í nebbanum. Þá kannski sefur hann betur í nótt. Vonandi. Hann vaknaði á hálftíma fresti alla síðustu nótt og parasuppið búið....öss öss öss.
Ég ætla að kenna afmælinu hans Hrafnkels um. Fyrst að líklegt er að hann hafi smitast þar.
Heyriru það Sigga!!!! Við förum sko ekki aftur í afmæli til Hrafnkels á þessu ári takk fyrir og hana nú!
Ég ætla að kenna afmælinu hans Hrafnkels um. Fyrst að líklegt er að hann hafi smitast þar.
Heyriru það Sigga!!!! Við förum sko ekki aftur í afmæli til Hrafnkels á þessu ári takk fyrir og hana nú!
þriðjudagur, mars 10, 2009
Litla Sigga og Litli Jói....
Fórum í afmæli til Hrafnkels besta vinar Húnboga á Sunnudaginn. Hann varð 2 ára 5 mars. Einnig hélt mamma hans hún Sigga upp á 30 ára afmælið sitt en það er 15 mars. Var þar fullt af gúmmilaði og fullt af fólki...... kannski ekki fullt.....það virkar bara fullt af því að það er svo lítið og lágt til lofts heima hjá þeim......
Minnir mig á lagið
Í litlu húsi í litlum skó búa lítil hjón lítil hjón.........tralalala
Fórum svo í dag í smá afmæliskaffi til langömmu hans Húnsa. Þar var einhver pirringur í gangi og kom í ljós þegar heim var komið að hann er með 39 stiga hita. Litli Húnsipúnsi (sem er samt voða voða stór)
Ég er að drepast í mjaðmagrindinni.....allur péningur vel þeginn.
Þurfti að sjá um 2falda vinnu í gær og dag vegna veikinda. Litla Hlínsapínsa (sem er samt voða voða stór)
Minnir mig á lagið
Í litlu húsi í litlum skó búa lítil hjón lítil hjón.........tralalala
Fórum svo í dag í smá afmæliskaffi til langömmu hans Húnsa. Þar var einhver pirringur í gangi og kom í ljós þegar heim var komið að hann er með 39 stiga hita. Litli Húnsipúnsi (sem er samt voða voða stór)
Ég er að drepast í mjaðmagrindinni.....allur péningur vel þeginn.
Þurfti að sjá um 2falda vinnu í gær og dag vegna veikinda. Litla Hlínsapínsa (sem er samt voða voða stór)
miðvikudagur, mars 04, 2009
þriðjudagur, mars 03, 2009
skóarleiðangur.
Fórum í dag og skiptum skónum sem Húnbogi fékk í afmælisgjöf frá ömmu og afa á Álftanesi. Þeir voru BARA númer 18 nefnilega. Þeir áttu reyndar ekki stærri skó í augnablikinu en við sáum þessa fínu skó á sama verði frá ecco. Og afþví að hann á skó nr 19 frá írenu, svona útiskó þá ákváðum við að taka skó nr 20 (sem hann getur samt byrjað að nota strax) sem eru opnir. Sandalar. Þannig að hann getur verið í þeim inni án þess að svitna of mikið og æft sig að labba og hlaupa á fullu. Voða sætt alltsaman.
Af labberíinu hans Húnsa er það að frétta að hann stendur ekkert nema að við látum hann gera það. Og oftast sest hann bara strax. En hefur þó þegar hann lætur sig hafa þetta tekið 1,2,3 skref, snúið upp á sig og litið í kringum sig. Ekkert voða mikið að pæla í þessu jafnvægi neitt....enda svo stutt að detta að það skiptir varla neinu máli. Annað en hjá þessari mömmu hans sem er allt of stór og fallið langt og sársaukafullt.
Af labberíinu hans Húnsa er það að frétta að hann stendur ekkert nema að við látum hann gera það. Og oftast sest hann bara strax. En hefur þó þegar hann lætur sig hafa þetta tekið 1,2,3 skref, snúið upp á sig og litið í kringum sig. Ekkert voða mikið að pæla í þessu jafnvægi neitt....enda svo stutt að detta að það skiptir varla neinu máli. Annað en hjá þessari mömmu hans sem er allt of stór og fallið langt og sársaukafullt.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)