mánudagur, desember 29, 2008
Áramótinn á næsta leyti
Við héldum jólinn upp í Mosó með mömmu og pabba, Hlyni, Elínu og Írenu. Mamma var reyndar að vinna en hún kom rétt eftir átta. Þá vorum við búin að borða....biðum þolinmóð...eða ekki svo þolinmóð eftir að mamma kláraði því að svo átti að opna pakka....gaman gaman. Fengum margt og mikið, lítið og skrítið. Húnboga fannst þetta pakkavesen ekkert svo skemmtilegt og lagði sig bara. Enda var Írenda alltaf að taka af honum dótið. Svo þegar Írena fór að sofa vaknaði Húnbogi og fekk að leika sér einn. Eftir eftirrétt, jólakortalestur og kaffisopa, jólaölssopa í öðrum tilfellum var spilað catan langt fram á nótt. Vöktum Húnboga rétt eftir 2 og fórum heim að sofa.
Á jóladag fórum við svo á Álftanes í hádegismat. Þar var líka spilað en ekki langt fram á nótt. Fórum heim rétt fyrir 9 og horfðum á fyrsta hluta hringadróttinssögu.
Annan í jólum var svo farið í hádegismat upp í Mosó.
Þrátt fyrir allt fína dótið sem Húnbogi fékk í jólagjöf finnst honum enn skemmtilegast að taka til í dvd diskunum. Þeir fara nefnilega miklu betur niðri á gólfi og hillan er líka svo fín þegar hún er tóm og ekkert svona drasl í henni.
Fimmta tönnin læddi sér niður rétt fyrir jól. Tókum ekki einu sinni eftir henni fyrr en á jóladag og þá sást vel í hana. Sé móta fyrir þeirri 6 en hún er ekki kominn í gegn.
miðvikudagur, desember 24, 2008
þriðjudagur, desember 23, 2008
Þorlákur í messu
Nei....ekki var það nú kannski þannig.....það var víst eitthvað í þessa átt
Þorláksmessa, sem er þann 23 desember, er haldin til minningar um Þorlák hin helga Þórhallsson biskup í Skálholti. Hann lést 23. desember 1193 og var þessi messudagur tekinn upp honum til heiðurs og lögleiddur 1199.
Jóhannes Páll páfi II útnefndi Þorlák verndardýrling Íslands með tilskipun 14. janúar 1985 og er hann um leið verndari Kristskirkju í Reykjavík. Þorlákur er eini íslenski dýrlingurinn í kaþólskri trú sem hefur hlotið dýrlinganafnbót.
Á seinni tímum hefur Þorláksmessa orðið hluti af jólaundirbúningnum, en þennan dag eru margir að ljúka við að skreyta hús og híbýli og margir hafa þann sið að skreyta jólatréð á þessum degi. Á Þorláksmessu kvöld í Reykjavík fara flestir og ganga niður Laugarveginn.
Á Vesturlandi er vaninn að borða kæsta skötu á Þorláksmessu en sá siður hefur á síðustu árum orðið algengur um allt land. Hlín til mikillar mæðu. Sem betur fer er ég kvefuð í dag og með stútt fullt nef að gómsætara gumsi en þessi skata er. Hana nú og takk fyrir mig!
þriðjudagur, desember 16, 2008
Froðusnakk
Æ kan dú ðí æbrá þingí
Jólinn nálgast nú óðum og finnst mér eins og listin sem ég bjó til fyrir jóinn sem á að klára sé endalaust langur. En það reddast nú, þetta er aðalega tiltektin sem er eftir, og nokkur svona smáatriði sem ég vil að sé gert áður en hátíðin gengur í garð.
Nú er aðeins mánuður (plús einn dagur) í afmælið hans Húnboga. Þvílíkur merkisatburður gerist nú ekki oft og eins gott að fólk fari að huga að því strax. Það er að sega það merkilega fólk sem fær að vera viðstatt svo merkilegan viðburð!!
Húnbogi fékk að fara í sitt fyrsta froðubað í gær og má segja að það hafi honum funndist meira en lítið furðulegt. Og ekki var hún nú góð á bragðið. EN það var samt alveg ægilega gaman og mikið sullað og skvett. Það fylgir með eitt myndskeið þessu til heiðurs hér til hægri (mín vinstri)
fimmtudagur, desember 11, 2008
Allt að verða búið
Fór á síðustu æfinguna á dag fyrir jólafrí og skal segja stolt frá því að ég vann hring.(sú síðasta sem stendur eftir á lífi, allir á móti öllum) Braut líka sverðið mitt en held að það hafi verið brotið fyrir nokkru...fannst það alltaf skrölta eitthvað í haldinu. Einn félagi úr rimmugýg ætlar að gera við það fyrir mig.
Fór í Fjarðarkaup að tjekka á vinnunni minni. Fékk að heyra það að það hafi ekki verið búist við mér aftur!!!! Hvað er málið...ég sagði aldrei upp og sagði öllum sem vildu heyra að ég ætlaði að koma aftur. Þau þarna ætla að skoða hvað þau geta gert og hringja í mig.....sure.
Pínu pirruð yfir þessu en hey...ég vann hring:))))
miðvikudagur, desember 10, 2008
2 daga pest??
framhald síðar
þriðjudagur, desember 09, 2008
Hver þarf hitapúða þegar maður á svona heitan gaur
sunnudagur, desember 07, 2008
Jólahlaðborð
Niðurstaðan: namminamm.
Um kvöldið fór ég svo að passa Írenu sem nú er laus við rimmlarúmið og var mikið stríð háð á því heimili það kvöldið þar sem Írena kom alltaf fram aftur með meira og meira dót. Um 3 leitið sofnaði hún loks. Vona bara að mamman hafi fengið að sofa út því hún kom heim um 5.
Á laugardeginum lá leiðin svo aftur í mosó þar sem stóru piparkökurnar (sem höfðu fengið gæðastimpilinn namminamm) voru málaðar í næstum öllum regnboganslitum. Var svo Húnbogi bara skilinn eftir þar sem jólahlaðborð var í vinnu Helga um kvöldið. Þar var fullt af góðum mat eins og verða vill í svona hlaðborðum og svo var lagið tekið í karokí. Enduðum köldið á Players.
Í dag var svo að sjálfsögðu aðventukaffi í mosó þar sem kveikt var á kerti númer 2.
Eftir aðventukaffið var planið að taka aðeins til en....æ....ég nenni því ekki.
þriðjudagur, desember 02, 2008
Aðventan byrjuð
Skruppum svo aðeins til Siggu og Jóa þar sem Húnbogi fekk að kenna á því sem koma skal en Hrafnkeli tókst að klemma putta hans milli þröskuldar og hurðar. Varð Húnbogi frekar sár og meiddi sig doldið en var fljótur að taka hann í sátt aftur.
Um kvöldið var svo skundað í afmæli til systur ömmu hans Helga. Komum loks heim um 10 leytið og var Húnbogi strax sendur í bólið á meðan ég slappaði af yfir aðventukransinum mínum.
Þann fyrsta desember varð svo mikil gleði hjá Húnboga þegar móðir hans kær fekk sér fyrsta súkkulaðimolan í hans nafni úr dagatalinu sem saumað var á meðgöngunni. Móðir hans kær ætlar nú að fara og fá sér annan í hans nafni.