fimmtudagur, október 30, 2008
Tönninn er kominn!!!
Loksins loksins loksins. Eftir 2 pirrandi vikur er tönninn loks kominn í gegn....nú er hin eftir en hún er líka á leiðinni....kannski eru 2 pirrandi vikur eftir!
Ekkert sund í dag.....
Nú er námskeiðið búið og maður verður að spara doldið núna, þannig að það verður tekinn pínu pása. Fara bara sjálf í sund og halda þessu við hjá honum Húnboga.
Hann er farinn að príla út um allt ef honum er sleppt lausum. Verst að það er honum oftast ofviða, vantar enn pínu kraft í lappirnar, og hrinur þá niður aftur. Getur staðið upp ef hann situr og getur sest ef hann liggur ef réttu tólinn eru við hendina (rimmlarúm, borðstofuborð, bókahillur, ég.....) Prófaði að setja hann í fangelsi (leikgrind) og dugði það honum svona í hálftíma. Svo var það ekkert gaman lengur. Enda ekkert gaman í fangelsi býst ég við.
Hann er farinn að príla út um allt ef honum er sleppt lausum. Verst að það er honum oftast ofviða, vantar enn pínu kraft í lappirnar, og hrinur þá niður aftur. Getur staðið upp ef hann situr og getur sest ef hann liggur ef réttu tólinn eru við hendina (rimmlarúm, borðstofuborð, bókahillur, ég.....) Prófaði að setja hann í fangelsi (leikgrind) og dugði það honum svona í hálftíma. Svo var það ekkert gaman lengur. Enda ekkert gaman í fangelsi býst ég við.
mánudagur, október 27, 2008
Viðburðar rík helgi.

Fór á laugardaginn með Húnboga á korpúlfsstaði með Siggu og Hrafnkeli og við vorum listamenn....eða hluti af listaverki....eða eitthvað. Allavega munum við fá afrit af þessari list og allir geta þá bara dæmt um það sjálfir. Fórum niður í fjöru í kuldanum og sungum sofðu unga ástin mín .......
Fór í halloween partý seinna um kvöldið með Guddu. Og að sjálfsögðu var maður klæddur í stíl við þemað......búúúú.
Á sunnudagsmorgni fórum við í hádegismat upp á Álftanes þar sem maður kom 3 pokum ríkar út. Það var nefnilega töskuheimsókn því Ingi og Jóhann voru að koma frá USA..
Um kvöldið var svo matur í Mosó þar sem greyið Húnbogi var afskaplega misskilinn eitthvað. Hann er nefnilega að taka tennur og var frekar pirraður eitthvað en kom svo í ljós að hann var bara svangur. Var þá örugglega búinn að bíða eftir mat í allavega 2 tíma.
Læra að tala takk!
föstudagur, október 24, 2008
Æfingar hafnar að nýju
Fór í gær á mína fyrstu æfingu síðan óléttan brast á. Nú mun ég komast á æfingar á fimmtudögum því Elísabet ætlar að passa fyrir okkur í staðinn fyrir kvöldmat.....
Fullt af nýju fólki sem ég þekki ekki neitt en þar sem ég er svo klár get ég lamið þá í klessu. En úff hvað sverðið var orðið þungt. Hlakka til að komast aftur í form og þá verður sko klofið í herðar niður.
Nú getur maður stolltur farið að bera sína marbletti á ný. Græddi nokkra í gær:)
Og Sigga hvar vast þú.....var búin að hlakka til að fá að berja þig......
Fullt af nýju fólki sem ég þekki ekki neitt en þar sem ég er svo klár get ég lamið þá í klessu. En úff hvað sverðið var orðið þungt. Hlakka til að komast aftur í form og þá verður sko klofið í herðar niður.
Nú getur maður stolltur farið að bera sína marbletti á ný. Græddi nokkra í gær:)
Og Sigga hvar vast þú.....var búin að hlakka til að fá að berja þig......
fimmtudagur, október 23, 2008
þriðjudagur, október 21, 2008
Flutningar
Við fórum og hjálpuðum Siggu og Jóa að flytja úr einskinsmannslandi síðasta sunnudag. Þetta var hörkupúl enda 3 hæðir og enginn lifta. (og ég ekki í neinu formi) Svo var líka þrifið og þrifið og þrifið, og ég fekk harðsperrur..... það segir örugglega eitthvað um ástand míns heimilis ........
Og dagslaunin voru pizza, kjúklingavængir og brauðstangir.....mmmmmmm. Húnbogi var svo heppinn að fá að vera í pössun í Mosó þar sem Írena var líka í pössun. Örugglega verið nóg að gera á þeim bæ þennan dag.
Ég uppgvötaði hina fullkomnu aukavinnu fyrir mig. Var að skoða saumadót á netinu og sá þá að það er kona hér á íslandi sem fær stundum sent svona módelmyndir. Semsagt nýtt sem verið er að hanna og á að setja á markað. Hún saumar og sendir svo til baka. Eyddi gærkvöldinu í að gúggla saumafyrirtæki og spurjast fyrir. Nú er bara beðið eftir svörum....... Annars er það í fréttum að ég mun klára bangsamynina á morgunn....vííí. Og þá ætla ég að byrja á jólaverkefninu mínu :)

Fann samt þetta á netinu...til einhverjar 12 tegundir á 350 stk. Þetta er svona plast javi og svo saumar maður bara og klippir og þá er komið þetta fína jólaskraut.....ætla að panta allar tegundirnar og gefa sjáfri mér í afmælisgjöf...því fyrir þá sem ekki vita...þá á ég bráðum afmæli.....
Og dagslaunin voru pizza, kjúklingavængir og brauðstangir.....mmmmmmm. Húnbogi var svo heppinn að fá að vera í pössun í Mosó þar sem Írena var líka í pössun. Örugglega verið nóg að gera á þeim bæ þennan dag.
Ég uppgvötaði hina fullkomnu aukavinnu fyrir mig. Var að skoða saumadót á netinu og sá þá að það er kona hér á íslandi sem fær stundum sent svona módelmyndir. Semsagt nýtt sem verið er að hanna og á að setja á markað. Hún saumar og sendir svo til baka. Eyddi gærkvöldinu í að gúggla saumafyrirtæki og spurjast fyrir. Nú er bara beðið eftir svörum....... Annars er það í fréttum að ég mun klára bangsamynina á morgunn....vííí. Og þá ætla ég að byrja á jólaverkefninu mínu :)

Fann samt þetta á netinu...til einhverjar 12 tegundir á 350 stk. Þetta er svona plast javi og svo saumar maður bara og klippir og þá er komið þetta fína jólaskraut.....ætla að panta allar tegundirnar og gefa sjáfri mér í afmælisgjöf...því fyrir þá sem ekki vita...þá á ég bráðum afmæli.....
föstudagur, október 17, 2008
9 mánaða

Nú er Húnbogi orðin 9 mánaða .... vá ... bara 3 mánuðir í 1 árs afmælið. Nú er hægri efri framtönninn að koma niður,varla nema 2 dagar í að hún rífi sig í gegn. Jafnvel á morgunn.
í morgunn passaði ég Hrafnkel á meðan Sigga fór í klippingu og Hrafnkeli fannst voða stuð að gefa Húnboga seríós, eða nammi eins og hann kallar það.
Ég var að fá fullt af kössum sem mamma hefur pakkað vandlega öllu mínu dóti í. Föndur, sögur, skólaritgerðir og dót. Ég henti nú helmningnum en annað ætla ég að geyma í 30 ár í viðbót. Húnbogi græddi líka pínu á þessu. Á myndinni er hann í bol sem ég saumaði í barnaskóla með Pésa sem mamma saumaði og bangsi sem ég vann á tombólu í tívolíi (soldið stelpulegur þessi bolur en bara svo þið vitið það þá er hann strákalegur aftan frá). Svo var fullt fleyra sem hann mun geta notað eftir ár eða svo auk stelpudóts sem maður verður að halda í fyrir framtíðarsystkini.
Bara alltaf í sundi.....


Hér er ég og pabbi komnir ofaní laugina.....mér finns rosa gaman í sundi. Þégar ég er að klæða mig í klefanum hlæ ég og hlæ og í þetta sinn pissaði ég á buxurnar hennar mömmu og þá hló ég ennþá meira

Það er svo gaman að ég set upp mitt fallegasta bros svo að það fari nú alveg örugglega ekki fram hjá neinum hvað þetta er gaman

Hér er ég að kafa eftir dótinu....ég er búin að fatta að það er best að anda ekki á meðan maður er í vatninu

Og þá er þetta sko ekkert mál......muna, bara ekki anda

Svo kemur uppáhaldið mitt....allt þetta dót!!!!!! Og ég ætla sko að smakka á því öllu....í einu....

Hér erum verið að æfa mig í að labba....og svo sting ég mér oní vatnið og þykist vera fiskur til dæmis

Nú er tíminn alveg að verða búin og þá fær maður að leika sér á skrítna gírafanum, Mér finnst skrítni gírafinn skemmtilegur og líka pínu sætur.....alveg eins og ég!
miðvikudagur, október 15, 2008
Kreppan er ömuleg..........
......hápunktur dags míns hefur verið eyðilagður dag eftir dag vegna blaðamannafundar. Leiðindarljós hefur verið fellt niður til að koma fréttum að sem koma mönnum bara í þunglyndi í stað þess að geta gleymt sér í sápuóperu, ekki bara fjarlægs lands, heldur líka fjarlægs tíma. Eini ljósi punkturinn er að það sparast ögn á rafmagnreikningum því að slökt er á sjónvarpinu og farið er í fýlu......
.....kreppan er ömuleg!!!
mánudagur, október 13, 2008
Húnbogi var sendur í pössunn til ömmu og afa á Álftanesi frá laugardegi til sunnudags. Á meðan voru við foreldrarnir að sinna öðrum skildum. Haustþing Rimmugýgjar. Eftir þing er venja að fólk staldri við og slökkvi þorstann.....enda mikið talað, og jafnvel rifist á þessum þingum. Venjan er líka sú að fólk fái sér ekki vatn til að slökkva þennan, sem virðist, óstöðvandi þorsta. Ekki nema að það sé eldvatn.....
Í kvöld er ég að fara á trommunámskeið... í svokallaðan trommuhring, þar sem sagt er að betra sé að hafa ekki allt of mikinn takt. Það hentar mér ágætlega og held að verði rosa stuð.
p.s. Mamma....getur þú passað á Sunnudaginn af því að ég er að fara að hjálpa Siggu að flytja í þitt næsta nágrenni
Í kvöld er ég að fara á trommunámskeið... í svokallaðan trommuhring, þar sem sagt er að betra sé að hafa ekki allt of mikinn takt. Það hentar mér ágætlega og held að verði rosa stuð.
p.s. Mamma....getur þú passað á Sunnudaginn af því að ég er að fara að hjálpa Siggu að flytja í þitt næsta nágrenni
fimmtudagur, október 09, 2008
Og aftur í sund

Enn ein sundferðin í dag. Og í þetta sinn gekk allt saman vel. Enginn grátur og gnýstran tanna....enda getur hann ekkert gnýst tönnum, hann er bara með tvær! Fórum á háhest, stukkum í djúpu laugina, hengum í hringjum, fórum í kút, löbbuðum, köfuðum eftir dóti og sungum og lekum okkur saman. Svo var slappað af í heita pottinum.
Ekki mikið gert þessa dagana....reynt að halda í péninginn og ekkert eytt í óþarfa bruðl. Jú, reyndar á að bruðla aðeins á laugardaginn, þá er þing, en svo ekki meir!!
sunnudagur, október 05, 2008
Hanzadagar
Í gær voru Hanzadagar í Hafnarfyrði. Eitthvað verið að halda upp á þessa þýsku kaupmenn sem voru hér á miðöldum. Við fengum samt að vera með, nokkrir útvaldir víkingar (þeir bestu og klárustu) að sýnahandverk, eldsmíði og bogafimi þó að við séum ekki frá því tímabili. Gott að vera vel ullaður í kuldanum sem var. Þarna voru líka 2 hirðfífl, bettlari, söngur og lúðraþytur. Matur sem þótti hnossgæti á þessum tíma og var maður tíður gestur á þeim sýningarbás. Og svo komu skilmingarfélagar úr ólimpísku skilmingarfélaginu og sýndu hvernig á ekki að vera kúl. Með mjó loftnet og þóttust vera að berjast.....piff.... Enda leist þeim nú ekki á blikuna þegar einn Rimmugýgjarfélagi sótt sverð sinn og skjöld, og kom á móti þeim.
Um kvöldið kíkti ég síðan aðeins út á lífið og ekki þótti mér það líf mjög skemmtilegt. Kom snemma heim og fór að horfa á startrek.
föstudagur, október 03, 2008
Hættulega þögninn
Það er til fyrirbæri sem kallast hættulega þögninn. Þetta er stórhættulegt fyrirbæri sem verður að takast á með fullri alvöru. Ég er heppinn að eiga vinkonu sem heitir Sigga og son hennar Hrafnkell að. Þar kenndi Sigga mér allt um þetta og Hrafnkell er eðal dæmi afþví að skæruliðar eins og hann (ég má alveg kalla hann skæruliða því að Sigga gerir það sjálf) kunna vel að búa til svona þagnir.
Sem sagt, þegar hættulega þögninn skellur á er eins gott að fara og kíkja eftir barninu. Þá er nokkuð víst að hann sé að gera eitthvað sem maður myndi síður vilja að hann gerði. T.d borða ryk, krota á veggi, rífa bækur o.s.fr.
Passið ykkur á hættulegu þögninni!!!!!
Fórum í sund í gær. Húnbogi fór aftur að grenja og var óhuggandi. Þá sagði kennarinn að hann væri bara að spila á mig. Sagði okkur að fara í pottinn í smá stund og koma svo aftur. Við gerðum það og þá bara voða gaman og ekkert mál. Hann hefur fattað að upp um hann hafði komist og því best að hætta þessum leikaraskap. Enda á maður ekkert að vera að spila á mömmu sína. Maður á að spila með henni!
Svo bara fullt af snjó........vá
Sem sagt, þegar hættulega þögninn skellur á er eins gott að fara og kíkja eftir barninu. Þá er nokkuð víst að hann sé að gera eitthvað sem maður myndi síður vilja að hann gerði. T.d borða ryk, krota á veggi, rífa bækur o.s.fr.
Passið ykkur á hættulegu þögninni!!!!!
Fórum í sund í gær. Húnbogi fór aftur að grenja og var óhuggandi. Þá sagði kennarinn að hann væri bara að spila á mig. Sagði okkur að fara í pottinn í smá stund og koma svo aftur. Við gerðum það og þá bara voða gaman og ekkert mál. Hann hefur fattað að upp um hann hafði komist og því best að hætta þessum leikaraskap. Enda á maður ekkert að vera að spila á mömmu sína. Maður á að spila með henni!
Svo bara fullt af snjó........vá
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)